Fréttir

Körfubolti | 25. maí 2007

Pálína Gunnlaugsdóttir í Keflavík

Varnarmaður ársins á síðustu leiktíð, Haukastúlkan Pálína Gunnlaugsdóttir hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur um að leika með Keflavík á næstu leiktíð. Ekki þarf að taka fram hve mikill liðsstyrkur er í Pálínu, en hún hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikinn leik og mikla baráttu og leikgleði. Pálína er öflugur bakvörður, bæði í vörn og sókn, og mun án alls vafa styrkja Keflavíkurliðið í baráttunni um Íslands- og Bikarmeistaratitla á komandi leiktíð. Pálína gerði um 10 stig að meðaltali hjá Haukum og var einn af burðarrásum í liði Íslandsmeistaranna.

Á myndinni er Pálína milli þeirra Jóns Eðvaldssonar, þjálfara, og Birgis Bragasonar, formanns KKDK.

Hópurinn hjá Jóni hefur því styrkst aftur, en allir leikmenn hafa ákveðið að leika aftur með liðinu að Maríu Ben undanskilinni, en hún fer til Bandaríkjanna til náms. Hópurinn er því sterkur og von á öflugu Keflavíkurliði í haust.

Heimasíðan vill bjóða Pálínu velkomna til Keflavíkur með von um að hún eigi eftir að njóta sín í Keflavíkurbúningi. Við teljum engan vafa á því að þessi félagaskipti verði bæði okkur og henni til framdráttar.