Pálína íþróttamaður Keflavíkur 2011
Pálína María Gunnlaugsdóttir var í kvöld valin íþróttamaður Keflavíkur árið 2011. Valið var tilkynnt í félagsheimili Keflavíkur í kvöld.
Pálína gekk til liðs við Keflavík árið 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan. Hún varð Íslandsmeistari með Keflavík tímabilið 2007-2008, bikarmeistari tímabilið 2010-2011 og Íslandsmeistari tímabilið 2010-2011. Pálína var á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir tímabilið 2010-2011 valin besti varnarmaðurinn, besti leikmaðurinn og í Úrvalslið Keflavíkur 2010-2011. Á lokahófi KKÍ var Pálína valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna, ásamt því að vera valin í Úrvalslið KKÍ.
Pálína hefur sýnt það hjá Keflavík að hún er í fremstu röð körfuknattleikskvenna á Íslandi og er mikil fyrirmynd, bæði innan sem og utan vallar.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar Pálínu innilega til hamingju með nafnbótina.
Pálína María Gunnlaugsdóttir (mynd: karfan.is)