Fréttir

Karfa: Konur | 2. janúar 2012

Pálína íþróttamaður Reykjanesbæjar 2011

Pálína María Gunnlaugsdóttir var á gamlársdag valin íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ, en þar með bætir hún enn einni rósinni í hnappagat sitt. Athöfnin fór fram í íþróttamiðstöð Njarðvíkur.

Pálína gekk til liðs við Keflavík árið 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan. Hún varð Íslandsmeistari með Keflavík tímabilið 2007-2008, bikarmeistari tímabilið 2010-2011 og Íslandsmeistari tímabilið 2010-2011. Pálína var á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir tímabilið 2010-2011 valin besti varnarmaðurinn, besti leikmaðurinn og í Úrvalslið Keflavíkur 2010-2011. Á lokahófi KKÍ var Pálína valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna, ásamt því að vera valin í Úrvalslið KKÍ.

Pálína hefur sýnt það hjá Keflavík að hún er í fremstu röð körfuknattleikskvenna á Íslandi og er mikil fyrirmynd, bæði innan sem og utan vallar.

Pálína gekk til liðs við Keflavík árið 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan. Hún varð Íslandsmeistari með Keflavík tímabilið 2007-2008, bikarmeistari tímabilið 2010-2011 og Íslandsmeistari tímabilið 2010-2011. Pálína var á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fyrir tímabilið 2010-2011 valin besti varnarmaðurinn, besti leikmaðurinn og í Úrvalslið Keflavíkur 2010-2011. Á lokahófi KKÍ var Pálína valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna, ásamt því að vera valin í Úrvalslið KKÍ.

Pálína hefur verið leikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands og fastamaður í A-landsliði Íslands frá árinu 2006.

Pálína hefur sýnt það hjá Keflavík að hún er í fremstu röð körfuknattleikskvenna á Íslandi og er mikil fyrirmynd, bæði innan sem og utan vallar.

Stjórn KKD Keflavíkur óskar Pálínu aftur innilega til hamingju með viðurkenninguna.