Pálina með stórleik og staða Keflavíkur góð eftir 13. stiga sigur á KR
Keflavík er komið 2-0 eftir góðan 71-84 í DHLhöllinni í kvöld. Stelpurnar geta tryggt sér Íslandsbikarinn með sigri í þriðja leik liðanna í Toyotahöllinn í Keflavík á föstudaginn.
Leikurinn fór rólega af stað en Keflavík átti góðan kafla þegar 3. min voru eftir af fyrsta leikhluta. Staðan var þá 11-11 en 10- 2 kafli lagði grunnin að sigri kvöldsins og staðan 13-21 eftir leikhlutann. Stelpurnar komu ákveðnar til leiks eftir hlé og náðu að halda Hildi vel niðri. Vörnin frábær og staðan í hálfleik 31-41.Heimamenn náðu að minnka forustu niður í 7. stig, 67-74 í seinnihálfelik en lengar komust þær ekki og öruggur Keflavíkursigur í höfn.
Pálína var valin maður leiksins og fékk utanlandsferð frá Iceland Express í verðlaun. Pálina átti frábæran leik, spilaði frábæra vörn á Hildi sem komst lítið áleiðis í kvöld.
Stigahæstar voru Kesha með 22. stig, 9 fráköst og 6.stoðsendingar. Pálina með 21. stig, Ingibjörg með 14. stig, Sunny með 13.stig og Kara með 7.stig og 15. fráköst.