Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 26. október 2008

Páll Halldór í stuði.

Í dag lék unglingaflokkur karla við Fjölni og fór leikurinn fram í Dalhúsum eða íþróttamiðstöð þeirra í Grafarvogi. Leiðir skildu stax í upphafi leiks, þar sem Fjölnisdrengir komust hvorki lönd né strönd gegn duglegri vörn byrjunarliðs okkar, sem var skipað þeim Herði, Elvari, Sigga Þ. Palla og Þresti Leó. Þegar Fjölnisdrengir gerðu sín fyrstu stig úr vítum höfðum við þegar sett 17 stig. Staðan eftir fyrstu lotu var 19 - 45. Í hálfleik var staðan 48 - 62 og við heldur slakað á klónni. Í hálfleik var farið yfir framlag hvers og eins og ákveðið að bæta heldur í. Eftir þrjár lotur stóðu leikar 58 - 96 og Fjölnisdrengir aðeins náð að skora 10 stig í þriðja leikhluta. Leiknum lauk síðan með sigri okkar 78 - 121. Við erum með firna sterkt lið í þessum árgangi, þetta tímabilið, og erfitt að sjá þessa drengi tapa leik ef allir halda haus og heilsan verður í lagi.


Lið okkar var þannig skipað í leiknum: 4 Garðar Arnarson, 5 Sigurður Þorsteinsson, 6 Þröstur L. Jóhannsson, 7 Jóhann Finnsson, 8 Eyþór Pétursson, 9 Almar S. Guðbrandsson, 10 Guðmundur A. Gunnarsson, 11 Bjarni Rúnarsson, 12 Alfreð Elíasson, 13 Elvar Sigurjónsson, 14, Páll H. Kristinsson og 15 Hörður Vilhjálmsson.

Vítanýting liðsins var slök 14 af 26
Við settum 13 þrista í leiknum, þar af Palli með 9 stykki.

Stigaskor okkar manna:
Garðar 6, Siggi Þ. 15, Þröstur 21, Eyþór 1, Almar 2, Gummi 2, Bjarni 4, Alfreð 4, Elvar 10, Palli 40 og Hörður 16.

Áfram Keflavík