Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 12. júlí 2006

Palli, Þröstur og Siggi Þorsteins. á leið til Grikklands

U-18 ára landsliðið heldur út til Grikklands á laugardaginn til að taka þátt í Evrópumóti A-liða. Þjálfari liðsins er Benidikt Guðmundsson en með liðinu leika þeir Páll Kristinsson, Þröstur Léo Jóhannsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Páll Kristinsson sagði í viðtali við heimasíðu Keflavíkur að spennan væri talsverð í hópnum enda ekki á hverjum degi sem spilað væri gegn bestu landsliðum í Evrópu. Stífar æfingar hafa staðið yfir í sumar en keppninsferðin mun í heild sinni taka um 2 vikur.

18 ára strákarnir urðu Norðurlandameistarar í maí eftir glæsilegan 13 stiga sigur á Svíum, 82-69, í úrslitaleik.. Íslensku strákarnir heilluðu alla í höllinni með leikgleði sinni, baráttu og frábærri liðssamvinnu sem sá til þess að Svíar voru í farþegasætinu allan leikinn. Þetta er annar Norðurlandameistaratitill 1988-árgangsins í röð en þeir unnu einnig fyrir tveimur árum þegar þeir spiluðu sem 16 ára landslið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var valin í úrvalslið mótsins en Sigurður tók meðal annars 22 fráköst, varði 6 skot og skoraði 13 stig í úrslitaleiknum.

 

Siggi verður í eldlínunni í Grikklandi