Pétur Guðmundsson yfirgefur Keflavík
Þjálfarinn góðkunni, Pétur Guðmundsson hefur látið af störfum fyrir Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og hefur gert þriggja ára samning við karlalið Hauka í Iceland Exprss deildinni.
Pétur, sem flestir þekkja sem öflugann leikmann Grindvíkinga til fjölmargra ára er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og hefur starfað við þjálfun hjá Keflavík síðan haustið 2009. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Fals Harðarsonar í meistaraflokki kvenna á yfirstandandi tímabili auk þess sem hann hefur starfað fyrir Barna- og unglingaráð KKDK við þjálfun á Unglingaflokki kvenna, Stúlknaflokki og 11. flokki karla.
Ákvörðunin var Pétri erfið, enda tímabilið komið á fulla ferð, en áskorunin var það stór og mikil fyrir drenginn að Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vildi ekki standa í vegi fyrir möguleikum Péturs á að taka slaginn á meðal þeirra stóru þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn deildinni.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur & Barna- og unglingaráð deildarinnar vilja þakka Pétri gott starf á liðnum árum og óska honum velfarnaðar á nýjum leikvelli.