Fréttir

Péturs mótið
Körfubolti | 11. september 2023

Péturs mótið

Í síðustu viku fór fram Pétursmótið til minningar um okkar ástkæra Pétur Pétursson.  Það voru 4 lið af suðurnesjunum sem mættu til leiks, Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Þróttur V. Þetta mót er orðin hefð hjá okkur og tókst vel til og fengum við frábæra sjálfboðaliða til dómgæslu.  

Mótið hófst síðasta miðvikudag með leik Njarðvíkur og Grindavíkur, þar sem Njarðvík fór með sigur og svo var seinni leikurinn þann dag, Keflavík gegn Þrótti V. og þar fór Keflavík með sigur.  Á föstudag voru svo úrslitaleikir og um 3. sætið léku Grindavík og Þróttur V. þar sem Grindavík vann þann leik.  Úrslitaleikurinn sjálfur var svo Keflavík - Njarðvík og vann Keflavík þar öruggan sigur.  Keflvíkingar eru því sigurvegarar mótsins í ár.

Mótið tókst gríðarlega vel og söfnuðust rúmar 900.000 kr sem munu renna í góðgerðarmálefni sem fjölskylda Péturs velur.  Þess má geta að Magnús sonur Péturs heitins leikur einmitt með Keflvíkingum.

Það er okkur mikilvægt að halda uppi minningu um góðan mann sem Pétur var og var félaginu afar kær og gerði frábæra hluti fyrir okkur.

Við viljum þakka öllum þeim sem gerðu sér leið í Bluehöllina að horfa á leikina, öllum sjálfboðaliðum sem gáfu sína vinnu og síðan en ekki síst þeim sem tóku að sér að dæma leikina.  Þið eruð ómetanleg!!