Reikningur til styrktar Magga og Kristjönu
Magnús Þór Gunnarsson og Kristjanna Arnarsdóttir lenntu í því áfalli að heimili þeirra brann á fimmtudaginn. Í brunanum misstu þau allt sitt og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur ákvað að stofna reikning í þeirra nafni. Reikningurinn er ætlaður þeim sem langar að hjálpa aðeins til og er öllum frjálst að leggja þá upphæð sem þeir vilja. Auðvitað bæta peningar ekki áfall sem þetta en geta kannski hjálpað til, sérstaklega fyrstu dagana. Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningurinn er í Landsbankanum í Keflavík sem er aðalstyrktaraðili KKDK.
Reikningsnúmerið er 0142-05-3358 Kennitala 070281-4309
Þess má geta að Maggi leikur sinn 400. leik fyrir Keflavík á fimmtudaginn, gegn Þór frá Þorlákshöfn.