Reykjanes Cup
Körfuknattleiksdeildir Grindavíkur, Keflavíkur og Njarðvíkur standa fyrir annað árið í röð mótinu Reykjanescup Invitational yfir Ljósnæturhátíðina í Reykjanesbæ. Auk þessara liða taka þátt ÍR, Fjölnir og meistarar síðasta árs á mótinu Snæfell.
Leikið eru í þremur húsum á þrem dögum og hefst mótið í Grindavík. Þau lið sem standa best að vígi eftir tvo leiki leika til úrslita. Hin liðin munu leika um þriðja og fimmta sæti.
Leikjaplan mótsin er sem hér segir:
Fimmtudagur 2. september í Grindavík
Kl. 17.00 Grindavík - Fjölnir
Kl. 19.00 Njarðvík- Snæfell
Kl. 21.00 Keflavík - ÍR
Föstudagur 3. september í Keflavík
Kl. 17.00 Keflavík - Njarðvík
Kl. 19.00 Snæfell - Fjölnir
Kl. 21.00 Grindavík - ÍR
Sunnudagur 5. september í Njarðvík
Kl. 14.00 leikur um 5. sætið
Kl. 16.00 leikur um 3. sætið
Kl. 18.00 Úrslitaleikurinn