Reykjanes Cup hefst á morgun

Reykjanes Cup, Ljósanæturmótið í meistaraflokki karla fer fram í vikunni og leikar hefjast í Ljónagryfjunni á morgun, þriðjudag. Fyrsti leikur mótsins verður milli Grindvíkinga og Fjölnismanna og hefst sá leikur 18:30 og strax á eftir eða klukkan 20:30 verða það Snæfellingar sem mæta heimamönnum í UMFN. Aðgangseyrir á mótinu er 500 krónur fyrir kvöldið (fyrir báða leikina).
Dagskrá Reykjanes Cup er eftirfarandi:
Þriðjudagur 30. ágúst í Njarðvík
18:30  Fjölnir - Grindavík
20.30  Snæfell - Njarðvík
 
Miðvikudagur 31. ágúst í Keflavík
18:30  Njarðvík - ÍR
20:30  Grindavík - Keflavík
 
Fimmtudagur 1. september í Keflavík
18:30  ÍR - Snæfell
20:30  Keflavík - Fjölnir 
Föstudagur 2. september í Njarðvík
17:00  5-6 sæti
19:00  3-4 sæti
21:00  úrslitaleikur
