Reykjanes Cup Invitational
Körfuboltamótið Reykjanes Cup Invitational verður haldið 1. - 4. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Sex lið eru skráð til leiks en þau eru: Keflavík, Njarðvík, Grindavík, KR, Snæfell og Stjarnan. Færustu dómarar landsins verða fengnir til þess að dæma í mótinu og munu leikirnir fara fram í Ljónagryfjunni (Njarðvík), Toyota Höllinni (Keflavík) og Röstinni (Grindavík). Ætlunin var að Reykjanes Cup Invitational yrði alþjóðlegt mót með erlendum liðum, en því miður náðist ekki að bóka nein í tæka tíð þetta árið. Stefnan er að mótið verði árlegur viðburður og eigi eftir að stimpla sig inn sem eitt af stóru mótunum á ári hverju í körfuboltanum. 500 kr aðgangseyrir er hvert kvöld og mun það duga á alla leiki sem spilaðir eru á hverju kvöldi.
19:00 Snæfell – Grindavík
20:45 Njarðvík – Keflavík
19:00 Grindavík – KR
20:45 Njarðvík – Stjarnan
Fimmtudagurinn 3. sept (Toyota Höllin, Keflavík)
Föstudagurinn 4. sept (Toyota Höllin, Keflavík)
17:15 5-6 sæti
19:00 3-4 sæti