Fréttir

Körfubolti | 20. ágúst 2007

Reykjanesmótið fer fram 6-9 sept.

Reykjanesmót karla fer fram dagana 6.-9. september og hefur mótið aldrei verið stærra en 8 lið taka þátt í mótinu. Leikið verður á 7 stöðum, heimavöllum allra liðanna nema Breiðabliks þar sem þeir hafa ekki yfir parketi að ráða.

Liðunum hefur verið skipt í 2 riðla og er leikið í 2 húsum á hverjum kvöldi og fara fram 2 leiki á hverjum stað og fara úrslitaleikirnir svo fram á sunnudeginum. Í A riðli leika Grindavík, Njarðvík, Haukar og Reynir en í B riðli leika Keflavík, Stjarnan, Breiðablik og Þróttur Vogum. 


runar@karfan

Mynd frá leik Keflavíkur og Stjörnunar í Reykjanesmótinu 2005