Risaleikur í Keflavík á föstudag. Vinnur þú flug fyrir tvo?
Nágrannar okkar úr Njarðvík mæta til leiks á föstudagskvöldið og má búast við hörkuleik eins og ávalt þegar þessi lið mætast.
Liðið hafa mæst 2. sinnum í vetur og sigraði sitt hvorn leikinn. Sá fyrri var úrslitaleikur i Powerade-bikar sem fram fór 7. okt. en þar sigraði Keflavík í skemmtilegum leik 76-74. Liðin mætust svo í fyrri umferð IEX. deildinni 21. des. en þann leik sigraði Njarðvík 86-72.
Leikurinn er Iceland Express-leikur umferðarinnar og verður létt getraun í gangi. Allir sem koma á leikinn og svara henni rétt eiga möguleika á að vinna ferð fyrir tvo hvert sem er með Iceland Express. Skattar eru innifaldnir.