Sætaferðir frá Sunnubraut á leikinn í Borgarnesi
Fjórði undanúrslitaleikur Keflavíkur og Skallagríms fer fram á mánudagskvöldið kl.20.00 í Borgarnesi. Keflavik þarf einn sigur í viðbót til að komast áfram og er að sjálfsögðu markmiðið að klára rimmuna í Borgarnesi. Keflavík hefur tapað þremur leikjum á þessu ári og hafa tveir þeirra verið í Borgarnesi svo það verkefni verður ekki auðvelt. Keflavík fór illa með Borgarnesi í síðasta leik og 50 stiga sigur var eitthvað sem fáir hefðu giskað á. Það er alveg öruggt að ef liðið leikur af sama krafti og í þeim leik munum við klára Skallagrím á mánudaginn.
Sætaferðir verða í boði frá Íþróttahúsinu við Sunnubraut og vonandi að sem flestir nýti sér það. Stuðningur áhorfenda skiptir gríðalega miklu máli og í síðasta leik í Borgarnesi létu við vel í okkur heyra og markmiðið er að gera enn betur á mánudaginn. Rúturnar fara frá Sunnubraut kl. 17.00. Áfram Keflavík
Húsið í Borgarnesi er mjög lítið og minnir talsvert á Ljónagryfjuna í Njarðvík