Fréttir

Körfubolti | 19. júlí 2005

Sævar skrifar undir hjá Breiðablik

Sævar Sævarsson sem er í lögfræðinámi í HI ákvað að söðla um og spreyta sig í 1. deildinni með Blikum. Við þökkum Sævari fyrir öll árin með Keflavík og vonum að honum gangi sem allra best í Kópavoginum.  Við hjá heimsíðunni munum fylgast með Sævari í vetur og erum sannfærðir un að hann á eftir að spila eða starfa með Keflavík í framtíðinni.

Hér fyrir neðan má sjá frétt um þegar Sævar skrifaði undir. Fréttin er tekin af  Breiðablik.is

Nýr leikmaður til Blika


Sævar Sævarsson, sem leikið hefur með Keflavík, er genginn til liðs við Blika. Hann er 24 ára gamall framherji, 190 cm á hæð og hefur leikið með meistaraflokknum í Bítlabænum undanfarin fjögur ár. Sævar hefur leikið allan sinn feril með Keflavík og orðið þrefaldur Íslandsmeistari með liðinu.

Körfuknattleiksdeildin býður Sævar velkominn úr Víkinni yfir í Voginn og er ljóst að með tilkomu hans styrkist hópurinn verulega fyrir komandi átök í vetur.


 

Sævar í sjöunda himni með
iðjagræna Blikabúninginn sem
hann mun íklæðast í vetur. :)