Sagan endalausa
Það virðist ætlast erfitt fyrir okkar drengi í 11.flokk. ( Fyrsta ár í fjölbraut ) að snúa á hið magnaða lið Njarðvíkinga í þessum árgangi. Liðin hafa leikið nokkra leiki í vetur og eru fyrri hálfleikirnir alltaf hnífjafnir. Í þeim síðari stinga Narðvíkingar af og hafa haft sigur í öllum viðureignum vetrarins. Samt höfum við náð að leiða í hálfleik með svo mikið sem sextán stigum, en samt tapað. Í ljósi þess hve jöfn þessi lið eru, er þetta ótrúlega svekkjandi að horfa upp á þetta leik eftir leik.
Í kvöld léku þessi lið enn einn leikinn í fjögurra liða úrsltium Íslandsmótsins sem fram fór í Laugardagshöllinni. þar var sagan endurtekin. Við leiddum mestan fyrri hálfleikinn, en Njarðvík náði að klóra sig framúr fyrir hlé og stóðu leikar 22-26 í hálfleik. Þegar síðan um 6 mínutur voru liðnar af seinni hluta leiksins, en leikið er 2x16mín., var Njarðvík komið 20 stigum yfir og við sem áhorfendur í leiknum. Hvað veldur????? Leikurinn endaði síðan með 25 stiga sigri UMFN 42-67.
Nú höfum við ærið verkefni fyrir höndum, þá sérstaklega með að vinna í andlegum þáttum leiksins, þvi körfuboltalega séð er ekki þessi rosalegi munur á liðunum.
En Njarðvíkingar til hamingju með sigurinn og gangi ykkur vel á móti Valsmönnum, en þeir unnu KR-inga í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.
Tölfræði leiksins má sjá á: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002401/24010102.htm ................. og skrambinn hafi þetta drasl !!!!!!!!!!
Áfram Keflavík