Fréttir

Sambíóin-Keflavík styrkja körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Karfa: Hitt og Þetta | 9. október 2013

Sambíóin-Keflavík styrkja körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Sambíóin-Keflavík undirrituðu styrktarsamning sl. föstudag en Sambíóin hafa verið dyggur stuðningsaðili Keflavíkur undanfarin ár. Að því tilefni buðu Sambíóin leikmönnum meistaraflokks kvenna á frumsýningu myndarinnar "About time" en myndin hefur augljóslega hitt á rétta strengi hjá stúlkunum enda unnu þær Val í leiknum um "meistara meistaranna" á sunnudeginum.

Samningurinn felur það m.a. í sér að á leikjum vetrarins í TM-Höllinni verður einhverjum áhorfendum boðið að reyna fyrir sér í þriggjastiga skoti milli leikhluta. Hitti viðkomandi fær hann að launum miða í Sambíóin-Keflavík. 

Mynd 1: Einar Trausti Einarsson, hjá Sambíóunum-Keflavík, og Sævar Sævarsson, varaformaður KKDK, ásamt Bríet Sif, Söru Rún, Katrínu Fríðu og Anítu, leikmönnum Keflavíkur við undirritun samningsins.

Mynd 2: Tekin var hópmynd fyrir frumsýningu myndarinnar og ljóst að strax þarna var sigurglampinn kominn í augu stúlknanna fyrir leikinn gegn Val á sunnudeginum...