Fréttir

Körfubolti | 8. nóvember 2006

Sárt tap gegn frísku liði Mlekarna

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Tékkneska liðinu Mlerkarna Kunin í fyrsta leiknum í Europecup Challange.  Keflavík byrjaði leikinn sæmilega og komst í 2-7 en eftir það lá leiðin niður á við og Mlekarna náði yfirhöndinni í leiknum.  Fátt virtist vera að ganga upp á okkar mönnum í leiknum og td. tapaði liðið boltanum alls 25 sinnum í leiknum. Fáir leikmenn liðsins voru að finna sig í leiknum en í fyrrihálfleik var Jermain og Arnar Freyr þó lang skástir. Einnig var Jonni seigur með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar.

Staðan í hálfleik var 57-39 og hittu heimamenn vel fyrir utan 3. stiga línuna.  Vörnin hjá okkar var alls ekki að ganga upp og fráköstin ekki að detta okkar megin.

Strákarnir komu sprækir til leiks í seinnihálfleik og náði að minnka munin niður í 12 stig og fóru loks að spila að eðlilegri getu.  Arnar Freyr fær svo sína 4. villu og liðið náði ekki að halda uppi sömu baráttu og í upphafi hálfleiksins. 

Niðurstaða dagsins var því slæmt tap og allt of stórt þó vissulega sé Mlekarna mjög sterkt lið.  Thomas náði alls ekki að finna sig í leiknum líkt og í raun margir aðrir leikmenn.  Vissulega er það þó áhyggjuefni að hann var bara með 4 fráköst í leiknum.  Í heildina tapaði liðið í fráköstum 43-30 og var með aðeins 20% nýtingu í 3. stiga á móti 52% hjá Mlerkarna.

Það var vitað fyrir leikinn að Mlerkarna væri með mjög sterkt lið og erfitt við að eiga. Sérstaklega eru þær sterkir á heimavelli og spennandi verður að sjá þá spila í Sláturhúsinu fimmtudaginn 30. nóvember. Strákarnir eru alla vega ákveðnir að taka hressilega á þeim á og ná fram hefndum. 

Stigahæstir í kvöld voru þeir Jermain og Thomas með 16 stig. Tim var með 14 stig, Jonni 8 stig og Arnar með 7 stig.