Sebastian Hermenier til Keflavíkur
Framherjinn Sebastian Hermenier bættist nýlega í hóp Powerade-bikarmeistara Keflavíkur. Sebastian var kosinn varnamaður ársins á lokaári sínu með Binghamton Bearcats háskólanum og var með 11.1 stig og 6.6 fráköst. Inn í teig var hann með 46.2 % nýtingu og 37.5 % í þriggja stiga skotum. Sebastian er svokallaður Bosman-leikmaður með franskt vegabréf en hefur ekki spilað utan USA áður. Hann er 1.98 cm á hæð, 105kg og mun spilar sinn fyrsta leik með Keflavík fljótlega.