Seiglusigur gegn Grindavík í fimmta leik liðsins á sex dögum
Keflvíkingar tóku á móti grōnnum sínum úr Grindavík í Lengjubikarnum í kvōld. Heimamenn hōfðu spilað við Valsmenn kvōldinu áður en leikjafyrikomulag er með þessum hætti vegna utanlandsferðar liðsins til Svíþjóðar síðustu helgi. Var þetta fimmti leikur liðsins á sex dögum.
Keflvíkingar spiluðu án Arnars Freys Jónssonar sem glímir við smávægileg meiðsli í rifbeini og er talið hann verði frá í viku eða svo. Þá var Þorleifur Ólafsson einnig í borgaralegum klæðum á Grindavíkurbekknum.
Byrjunarlið Keflavíkur:
Valur Orri Valsson, Magnús Gunnarsson, Guðmundur Jónsson, Darrel Lewis og Michael Craion.
Byrjunarlið UMFG:
Daníel Guðmundsson, Jóhann Árni Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Christopher Stephenson og Sigurður Þorsteinsson.
Mikill haustbrag var að sjá á báðum liðum og augljóst að strengir eru ennþá í stillingu, bæði í vōrn og sókn. Leikurinn í heild sinni einkenndist af skorpum beggja liða og voru það Grindvíkingar sem byrjuðu betur og tóku 2-8 forystu áður en Keflavík splæsti í 10-0 kafla til baka. Stigaskorið dreifðist betur hjá heimamōnnum og þegar flautað var til annars leikhluta var staðan 23-21 Keflvíkingumm í vil.
Annar leikhluti var hrein hōrmung að horfa á, bæði lið að gera sig sek um marga tapaða bolta, en það sem bar á milli var hversu rausnarlegir heimamenn voru að senda boltann í hendur andstæðingana eða útaf. Grindvíkingar voru þó einnig að tapa boltanum en þó ekki að fá á þjást eins mikið og heimamenn fyrir það. Magnús Gunnarsson átti þó tilþrif leikhlutans þegar hann sendi nokkuð gæjalega “no-look” sendingu hálfa leið út í Sandgerði með Guðmund Jónsson galopinn í þrist sér við hlið. Eru Reynismenn nú einum bolta ríkari fyrir vikið. Þjálfarateymi Keflavíkur var augljóslega ekki skemmt og var nóg boðið þegar um 4 mínútur lifðu af fyrri hálfleik og hellti uppá sótsvarta 5 manna skiptingu með litlum glamúr.
Jóhann Árni hélt áfram að sjá um stigaskorið hjá Grindvíkingum, virðist koma mjōg vel undan sumri og dró vagninn hjá annars lítt spilaglōðum Grindvíkingum sem hefðu átt að leiða með meira en 10 stigum í hálfleik. Staðan 34-44. Jóhann var komin með 18 stig, 4 frákōst og 2 stoðsendingar á meðan Sigurður Gunnar reyndist Michael Craion erfiður undir kōrfunni og setti 9 stig og reif niður 5 frákōst og Ólafur Ólafsson skoraði 9 einnig.
Hjá heimamōnnum var enginn afgerandi. Liðið virkaði þreytt, sem er skiljanlegt í ljósi þess að þetta var annar leikur liðsins á einum sólarhring en stemmningin og andleysið var ekki eitthvað sem áhorfendur í TM hōllinni hōfðu borgað sérstaklega fyrir. Valur Orri með 10 stig, Magnús 7 og Darrel 5.
Á meðan áhorfendur athuguðu gang mála í leikjum kvōldsins í meistaradeild Evrópu var reynt var að finna erlendan leikmann Grindavíkur, Christopher Stephenson, sem af ōðrum ólōstuðum var ekki maður leiksins í þetta skiptið. Þá fannst manni eins og Grindvíkingum væri jafnvel betur borgið með erlemdan leikmann í formi miðherja í stað fjōlhæfs framherja sem hann virðist eiga vera. Það er lítil vigt í Grindavíkurliðinu undir kōrfunni og átti Stephenson mjōg erfitt uppdráttar lungan úr leiknum. Michel Craion var reyndar líka búinn að hafa fremur hægt um sig en var mjōg óheppinn að fara ekki oftar à línuna en raun bar vitni, þar sem dómarar leiksins leyfðu mikið undir kōrfunni.
Seinni hálfleikur var með allt ōðru sniði en sá fyrri og augljóst mál að þjálfarar liðanna vildu fá miklu meiri baràttu í leikinn enda menn full vinalegir í þeim fyrri. Keflavíkurliðið kom mjōg ákveðið til leiks, vōrnin tók að þéttast og allir leikmenn liðsins létu vel í sér heyra, sama hvort þeir væru inná eða á bekknum. Maggi og Darrel buðu sjálfa sig velkomna með sitt hvorum þristinum og eftir að Michael Craion hafði skorað af harðfylgi í teignum voru heimenn búnir að minnka muninn í 2 stig með 10-2 áhlaupi.
Keflvíkingar vildu fá dæmda óíþróttamannslega villu þegar Daníel Guðmundsson sveiflaði olnboganum glannalega í átt að Magnúsi Gunnarssyni sem lá eftir en stóð þó upp fljótlega. Dómarar leiksins mátu það svo að ekki hefði verið um viljaverk að ræða en dæmdu réttilega ruðning. Daníel stjórnaði spili Grindavíkurliðsins af festu í leiknum og àtti auk þess nokkur góð gegnumbrot sem skiluðu kōrfum eða stoðsendingum. Magnús var aftur á móti á eldi fyrir utan þriggja stiga línuna í leikhlutanum og setti niður 11 stig í mis ómōgulegum færum, allt frekar kunnuglegt við þetta. Guðmundur Jónson hafði hægt um sig eftir stóran leik gegn Valsmōnnum en óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Þá batt Þrōstur oft vōrnina vel úr baklínunni í svæðisvōrninni.
Darrel Lewis hjálpaði Magga við stigaskorið en Gunnar Ólafsson átti góða spretti í leiknum, 9 stig og skilaði góðri vinnu varnarlega. Hann nýtti þó einungis 5/11 af vítum sínum sem er ekkert sérstakt.
Keflvíkingar duttu þó við og við í kæruleysisgírinn og fengu á sig allt of auðveld stig eftir misheppnaðar sendingar. Ólafur Ólafsson var með hrammana í ōllum boltum um miðbik 3. leikhluta og bauð uppá hógværa troðslu á sinn mælikvarða eftir auðveldan stolinn bolta. Grindvíkingar komust aftur 9 stigum yfir en Keflvíkingar neituðu að gefast upp.
Liðin gengu inn í 4. leikhlutann í stōðunni 58-63 og leikurinn orðin að þeirri skemmtun sem rimmur þessara liða eiga að vera. Talsverður hiti færðist í leikinn og voru Magnús og Ómar að elda saman grátt silfur sem gat bara endað á einn veg. Magnús lét grípa sig við að hrinda Ómari, að því er virtist, og uppskar ásetningsvillu fyrir vikið.
Darrel Lewis fór fyrir Keflvíkingum undir lokin og sýndi oft mōgnuð tilþrif. Jóhann Ólafsson tók aftur skorunarkeflinu hjá Grindvíkingum og þegar 3 min lifðu leiks var munurinn 2 stig. Þarna voru bæði Sigurður og Stephenson komnir í villuvandræði og Darrel Lewis og Michael Craion drjúgir fyrir Keflavíkurliðið, ásamt Guðmundi Jónssyni. Keflvíkingar komust 4 stigum yfir og Grindvíkingum gekk illa að finna kōrfuna og vantaði einhvern neista í þeirra leik í kvōld. Darrel Lewis innsiglaði sigur heimamanna á vítalínunni eftir þónokkra spennu undir lokin og 10 stiga munur í lokin gefur ekki alveg rétta mynd af því sem fram fór.
Sem fyrr segir voru Magnús, Darrel Lewis og Michael Craion að spila best fyrir Keflavík. Valur átti góðar mínútur inn á milli sem og Gunnar og Guðmundur. Liðið vann seiglusigur og greinilegt að menn eru ekki alveg komnir í þægindagallan í nýju leikskipulagi en annars líta hlutirnir mjōg vel út þegar liðið dettur í rythma.
Hjá Grindvíkingum var Jóhann langbesti maður vallarins með 28 stig og auk þess fína nýtingu sama hvar drepið er niður fæti. Ólafur Ólafsson og Danìel Guðmundsson komu honum næstir. Stephenson skilaði tvōfaldri tvennu, 11stig og 11 frákōst en sá kappi hefur helling að sanna ef hann ætlar ekki snemma heim. Sigurður Þorsteinsson komst ekki á blað í seinni hálfleik en var áberandi í fyrri hálfleik. Liðinu vantaði leiðtoga á lokamínútum leiksins og nokkuð ljóst að fjarvera Þorleifs hefur sitt að segja.
Keflvíkingar eru þar með enn ósigraðir í Lengjubikarnum á toppi riðilsins en Grindvíkingar verma annað sætið og eiga enn mōguleika á efsta sæti riðilsins með 11 stiga sigri í Grindavík í seinni leik liðanna í riðlinum. Ágætis stemmning myndaðist í TM hōllinni en þó var títt ræddur haustbragur í raddbōndum stuðningsmanna sem hrifust engu að síður með Keflavíkurliðinu þegar liðið lék hvað best.
Tölfræði leiksins má finna hér; http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=203&season_id=84651&game_id=2769191#mbt:6-400$t&0=1
-SFG