Fréttir

Karfa: Konur | 10. febrúar 2010

Seiglusigur stúlknanna á Hamarsstúlkum

Keflavíkurstúlkur voru rétt í þessu að leggja Hamarsstúlkur að velli, en lokatölur í leiknum voru 69-74 fyrir Keflavík. Lokamínúturnar voru afar spennandi fyrir þá sem fylgdust með Live Stat á KKÍ vefnum, en það munaði alltaf örfáum stigum Keflavík í vil. Keflavíkurstúlkur komust yfir undir loka fyrsta leikhluta og héldu því til loka leiks, þrátt fyrir að Hamarsstúlkur hafi sýnt mikla baráttu og aldrei hleypt mótherjunum úr Keflavík of langt fram úr sér. Með sigrinum tókst Keflavíkurstúlkum að komast að hlið Grindavíkurstúlkna í annað sætið með 22 stig, en þær síðarnefndu töpuðu nú rétt í þessu fyrir KR-stúlkum 68-45.

Atkvæðamest hjá Keflavík var Kristi Smith með 22 stig og 4 fráköst, en Birna Valgarðsdóttir skoraði 19 stig og tók 9 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 18 stig og tók 9 fráköst. Hjá Hamarsstúlkum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 23 stig og 7 fráköst, en Julia Demirer skoraði 17 stig og tók hvorki meira né minna en 20 fráköst í leiknum.