Sex stelpur úr Keflavík í U16
Landsliðsþjálfarar yngri landsliða hafa lokið við að velja endanlega 12 manna hópa fyrir Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð 20.-24. maí næstkomandi. Keflvíkingar eiga 8 leikmenn að þessu sinni og heilar sex stelpur í U16 kvenna, eða helming liðsins.
Þetta eru þær Árnína Lena Rúnarsdóttir, Árný Sif Gestsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, María Ben Jónsdóttir, Sigrún Albertsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir. María er að fara á sitt þriðja Norðurlandamót og Telma sitt annað með U16. Hinar stelpurnar eru að fara á sitt fyrsta mót.
Að auki er Lóa Dís Másdóttir í U18 og Andri Þór Skúlason í U16. Lóa á eitt mót að baki með U16 og eitt með U18 en hinn bráðefnilegi miðherji Andri Þór er að fara á sitt annað mót með U16.
Unglingaráð óskar þessu efnilega afreksfólki til hamingju með áfangann og sendir þeim baráttukveðjur.
María Ben er að fara á sitt þriðja NM með U16