Sextán landsliðsmenn í yngri flokkum Keflavíkur.
Sextán landsliðsmenn í yngri flokkum Keflavíkur.
Nú hefur verið valið í yngri landslið Íslands í körfuknattleik sem verða í ýmsum verkefnum frá vordögum og langt fram á sumar. Keflvíkingar geta verið stoltir af sínum hlut enda voru 16 krakkar frá Keflavík valdir. Þetta eru lið U-15 ára, U-16 ára og U-18 ára drengja og stúlkna og eigum við liðsmenn í fimm þeirra.
Við erum mjög stolt af þessum krökkum og viljum gera allt til að styðja við þau. Þegar fólk er valið í yngri landslið á Íslandi fylgir sá böggull skammrifi að hver leikmaður þarf að borga í sinni ferð. Unglingaráð KKDK, Reykjanesbær og fleiri styrkja þessa aðila að einhverju leiti til fararinnar og er allur sá stuðningur mikils metinn. Ef einhverjir vilja styrkja ferð þessara aðila með landsliðinu er hægt að leggja inn á reikning hjá Unglingaráði KKDK, á reikning 0142-05-073280, kt. 511005-1830 eða senda á okkur póst ef það er eitthvað sem við getum gert fyrir ykkur og fengið styrk fyrir.
Framtíðin er björt ef við stöndum öll saman og styðjum við hvert annað.
F.h. Unglingaráðs KKDK,
Elínborg Herbertsdóttir, labogga@gmail.com
U-15 kvk
Birna Valgerður Benónýsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Eydís Eva Þórisdóttir
Kamilla Sól Viktorsdóttir
U-15 kk
Arnór Sveinsson
Elvar Snær Guðjónsson
U-16 kvk
Andrea Einarsdóttir
Birta Rós Davíðsdóttir
Katla Rún Garðarsdóttir
Þóranna Kika Hodge-Carr
U-16 kk
Þorbjörn Óskar Arnmundsson
U-18 kvk
Elfa Falsdóttir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Irena Sól Jónsdóttir
Svanhvít Ósk Snorradóttir
Thelma Dís Ágústsdóttir