Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 15. apríl 2011

Síðari úrslitahelgi yngri flokkana hefst í kvöld í Laugardalshöll

Um helgina verður síðari úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokka leikin í Laugardalshöll. Þátttökurétt eiga fjögur bestu lið landsins í hverjum aldursflokki frá 9. flokki og upp úr og er leikjaplanið miðað við úrslit úr A-riðlum 4. umferðar og úrslita í 8 liða úrslitum drengjaflokks sem leikin voru samkvæmt lokastöðu í deildarkeppni þess flokks. Keflavík á þrjá flokka í undanúrslitum um helgina, 9. flokk stúlkna, Stúlknaflokk og Drengjaflokk. Úrslitaleikirnir verða síðan leiknir á Sunnudag. 

Allir áhugasamir eru hvattir til að leggja leið sína í Höllina um helgina, hvetja okkar flokka til dáða og fylgjast með því besta sem er að gerast í yngri flokkunum. Allir leikirnir verða í beinni netútsendingu á Fjölnir TV en þeir bera veg og vanda af framkvæmd úrslitanna þetta árið. Einnig er hægt að fylgjast með lifandi tölfræði leikjanna á www.kki.is.

Fjörið hefst strax í kvöld þegar strákarnir í drengjaflokki mæta liði KR en okkar drengir slógu út lið Hauka út eftir framlengdan leik í 8-liða úrslitum, 77-70.

Leikjaplan helgarinnar:

Föstudagur 15. apríl: Undanúrslit:
kl. 18.00 · Drengjaflokkur
Njarðvík - Fjölnir

kl. 20.00 · Drengjaflokkur
KR - Keflavík

Laugardagur 16. apríl: Undanúrslit:
kl. 10.00 · 9. flokkur stúlkna
Njarðvík - Grindavík

kl. 11.30 · 9. flokkur stúlkna
Keflavík - Hrunamenn/Hamar

kl. 13.00 · 10. flokkur drengja
Stjarnan - Njarðvík

kl. 15.00 · 10. flokkur drengja
KR - Höttur

kl. 17.00 · Stúlknaflokkur
Njarðvík - Haukar

kl. 19.00 · Stúlknaflokkur
Keflavík - Valur

Sunnudagur 17. apríl - Úrslitaleikir:
kl. 10.00 · 9. flokkur stúlkna
kl. 12.00 · 10. flokkur drengja
kl. 14.00 · Drengjaflokkur
kl. 16.00 · Stúlknaflokkur