Síðasti leikurinn án AJ í kvöld þegar Hamar/Selfoss kemur heimsókn
Keflavik mætir Hamar/Selfoss í kvöld, leik sem settur var á þegar liðið var að spila Evrópuleik úti í Madeira í desember. Keflavík hefur verið að nálgast toppinn á síðustu vikum og kemst á toppinn ásamt Njarðvík með sigri í kvöld. Má þar með segja að hlutirnir séu svipaðir og síðustu ár, þar sem liðið hefur heldur gefið í eftir að Evrópukeppni líkur. AJ tekur út þriðja leikinn í banninu sem hann fékk um daginn en verður orðinn löglegur aftur á móti Skallagrím 19 jan. Hamar/Selfoss er sem stendur í 10 sæti deildarinnar með 6 stig, 3/8. Stighæstir þeirra er Clifton Cook og David Aliu með 25 og 18 stig.