Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 3. apríl 2009

Síðustu fjölliðamótin verða um helgina

Nú um helgina leika minnibolti 10 ára kvenna, 11 ára karla og 7. flokkur kvenna í 4. og síðustu umferð Íslandsmótsins.  Tvö af þessum mótum verða á heimavelli og eru þetta jafnframt síðustu fjölliðamót vetrarins.

Um sl. helgi lék minnibolti 10 ára drengja í Njarðvík þar sem KR varð Íslandsmeistari, UMFN í öðru og okkar strákar í þriðja sæti.  Keflavíkurstelpur í minnibolta 11 ára urðu Íslandsmeistarar með yfirburðum á heimavelli og áttu glæsilegt mót. 10.flokkur.kvenna lék einnig á heimavelli með tvö lið eins og áður og höfnuðu þau bæði frekar örugglega í tveimur efstu sætunum og eru því komin í undanúrslit.

Mb. 10 ára kvenna keppir í A-riðli og eru stelpurnar ósigraðar í vetur. Þær hafa því unnið sér inn heimavallarréttinn í síðustu umferðinni og leika í Akademíunni.  Mótið hjá þeim hefst á laugardaginn  kl. 15.00 og lýkur með síðasta leik kl. 14.00 á sunnudag gegn KR.  Sigurvegarar umferðarinnar verða krýndir Íslandsmeistarar og hafa stelpurnar alla burði í það að landa titlinum.

Dagskrá mótsins; http://www.kki.is/mot/mot_1500003195.htm

Mb. 11 ára karla keppir í A-riðli um helgina og fer mótið fram í Grindavík.  Drengirnir hafa  leikið í A-riðli í allan vetur þar sem UMFG hefur sigrað öll mót vetrarins og KR orðið í öðru.  Okkar drengir hafa síðan komið þar á eftir.  Mótið hjá okkur hefst á laugardag kl. 11.00 með viðureign við heimamenn og lýkur með leik gegn Þór Þorl. kl. 13.00 á sunnudag. Sigurvegarar umferðarinnar verða krýndir Íslandsmeistarar og vonandi tekst drengjunum að bíta vel frá sér.

Dagskrá mótsins; http://www.kki.is/mot/mot_1500003191.htm

7. flokkur  kvenna keppir í A-riðli og er enn einn kvennaflokkur félagsins sem er ósigraður í vetur. Þær hafa því unnið sér inn heimavallarréttinn í síðustu umferðinni og leika í Toyota höllinni.  Þær hefja leik á laugardagsmorgun kl. 11.00 með leik gegn Breiðablik og ljúka keppni á sunnudag með nágrannaslag gegn UMFN kl. 14.00.  Sigurvegarar umferðarinnar verða krýndir Íslandsmeistarar og hafa stelpurnar sett stefnuna á að leika með sama hætti og þær hafa gert til þessa í vetur

Dagskrá mótsins; http://www.kki.is/mot/mot_1500003188.htm

Það liggur fyrir að Keflavík mun eiga fimm lið í undanúrslitum Íslandsmótsins sem leikin eru í 9. flokki og eldri. Það er jafnframt ljóst að úrslitahelgarnar verða leiknar í DHL-höllinni en hvorki Laugardalshöll eða Smáranum eins og áformað var vegna alþingiskosninga sem fara fram í landinu í sama mánuði. 10 fl. kvenna og 10.fl. karla munu leika helgina 17.-19. apríl. Unglingaflokkur karla, Stúlknaflokkur og 9.fl. kvenna munu leika helgina 24.-26. apríl.

Unglingaráð KKDK sendir krökkunum dúndrandi baráttukveðjur

Áfram Keflavík