Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 11. maí 2008

Siggi og Jonni valdir bestu þjálfararnir

Loksins, loksins var Sigurður Ingimundarsson valinn besti þjálfari í Iceland Express-deild karla. Oft hafði verið lítið fram hjá honum en í þetta skiptið hreppti hann titilinn verskuldað. Okkar maður Jón Halldór Eðvaldsson var einnig valin besti þjálfarinn en Jonni hefur verið að gera frábæra hluti með kvennaliðið.  Pálína var valin besti leikmaðurinn og einnig besti varnarmaður í Iceland Express-deild. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var valinn besti ungi leikmaðurinn og Kara sú prúðasta. Athygli vakti að enginn leikmaður var í úrvalsliðinu frá Ísland-og deildarmeisturum Keflavíkur en Pálína var okkar fulltrúi í kvennaliðinu. Kesha var svo valin besti erlendi leikmaðurinn.

Hér má sjá verðlaunahafanna.

Í úrvalsliði karla eru:

Brenton Birmingham Njarðvík 2. skipti

Sveinbjörn Claessen ÍR 1. skipti

Páll Axel Vilbergsson Grindavík 5. skipti

Hreggviður Magnússon ÍR 1. skipti

Hlynur Bæringsson Snæfelli 6. skipti 

Í úrvalsliði kvenna eru:

Hildur Sigurðardóttir KR 6. skipti

Pálína Gunnlaugsdóttir Keflavík 1. skipti

Kristrún Sigurjónsdóttir Haukum 1. skipti

Sigrún Ámundadóttir KR 1. skipti

Signý Hermannsdóttir Val 4. skipti 

Einnig voru afhentar fleiri viðurkenningar. 

Besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna: Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukum

Besti ungi leikmaður Iceland Express deildar karla: Sigurður G. Þorsteinsson Keflavík 

Besti varnarmaður í Iceland Express deild kvenna: Pálína Gunnlaugsdóttir Keflavík fjórða árið í röð

Besti varnarmaður í Iceland Express deild karla: Hlynur Bæringsson Snæfelli 

Besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar kvenna: TeKesha Watson Keflavík

Besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar karla: Darrell Flake Skallagrími 

Besti þjálfari í Iceland Express deild kvenna: Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík

Besti þjálfari í Iceland Express deild karla: Sigurður Ingimundarson Keflavík 

Besti dómari í Iceland Express deild karla: Sigmundur Már Herbertsson Njarðvík fjórða árið í röð 

Prúðasti leikmaður í Iceland Express deild kvenna: Margrét Kara Sturludóttir Keflavík

Prúðasti leikmaður í Iceland Express deild karla: Axel Kárason Skallagrími en hann hóf einmitt ferilinn í Miðgarði í Varmahlíð með Ungmennafélaginu Glóðafeyki.