Sigrar hjá unglinga og drengjaflokki
Keflavík er með mjög öfluga unglinga og drengjaflokka í ár og er greinlegt að við þurfum ekki að örvænta næstu árin því framtíðin er björt. Nokkrir leikmenn er farnir að spila stór hlutverk með meistaraflokk og aðrir að stíga sín fyrstu skref eða munu gera það á næstu árum. Þjálfari beggja flokka er Jón Guðbrandsson en hann þjálfaði td. Jonna og Magga á sínum yngri árum.
Um síðustu helgi léku báðir flokkarnir;
Unglingaflokkur
Laugardagur 13 okt KL 1800, Keflavík 88 – Fjölni 72
Annar leikur unglingaflokks í ár fór fram í Keflavík og var spilað á móti Fjölnir. Sá endaði með sigri heimamanna
Leikurinn byrjaði rólega hjá okkur en síðan fór þetta að ganga betur hjá okkur með smá pressu þá fóru hlutirnir að gerast með auðveldum körfum.Allir fengu að spila í þessum leik.
Sigfús-14stig 2/2víti. Magni-14stig 2/2víti. Sigurður-11stig 4/1. Elvar-10stig 1/0, Þröstur-10stig 2/2víti. Jóhann-9stig 0/0víti 3-3stiga. Guðmundur-7stig 2/2víti 1-3stiga, Almar-6stig 4/2víti. Páll-5stig 0/0víti 1-3stia. Axel-2stig
Fyrsti leikur drengjaflokks í vetur fór fram í Hafnarfirði. Haukamenn byrjuðu vel með skotum utan af velli. En með góðri baráttu og pressu komumst við yfir. Með góðum leik náðum við 18 stiga forskoti í hálfleik. Haukar byrjuðu með látum í þeim síðari en með góðri vörn og góðum leik Guðmundar var sigurinn ekki í hættu.
Guðmundur -27stig 6/6víti 3-3stiga. Sigfús-19stig 3/2víti. Magni-14stig 6/5víti 2-3stiga, Þröstur-13stig 4/3víti. Bjarni-7stig 10/3víti. Alfreð-5stig 0/0víti 1-3stiga. Almar-4stig, Júlíus-2stig, Stefán-2stig.
Magni var með 14 stig í báðum leikjunum en Magni æfði með mfl. í sumar.