Sigur á Ármenningum
Ármenningar heimsóttu okkur með sinn drengjaflokk (f''90 og '91) hér í Toyota-höllina í kvöld. Lið Ármenninga situr á botni A-riðils í drengjaflokki og hafa tapað flestum leikjum sínum stórt. Dáist maður að svona liði að halda út heilt tímabil og gefast ekki upp. Leikurinn var ójafn frá upphafi og eftir einn leikhluta var staðan orðin 36-6. Í hálfleik stóð 54-25 sem þýðir að Ármenningar unnu leikhlutann 18-19. Tölur eftir þriðja leikhluta voru 81-32. Leiknum lauk svo með okkar sigri 112-46. Við tókum aðeins þrjá þrista í leiknum en skoruðum hinsvegar 94 stig innan þriggja stiga línunnar. Vítin urðu 11 í leiknum og nýttum við 9 þeirra sem gerir 81% nýtingu. Ekki slæmt það.
Stigaskor okkar í kvöld:
Hrói Ingólfsson 4, Almar Stefán 24 (4/4 í vítum), Gísli Steinar 4, Sigurður Guðmundsson 12, Jakob Gunnar 2, Guðmundur Auðun 15, Kristján Smárason 8, Eðvald Ómarsson 5 (1/2 í vítum), Bjarki Rúnars. 8, Alfreð Elíasson 26 (4/5 í vítum) og Atli Dagur 4.
Bjarni Reyr skoraði ekki í kvöld.
Næsti leikur drengjaflokks verður á móti Hamri í Hveragerði miðvikudaginn 4. mars kl. 19.00.
Er þar um leik að ræða sem verður að vinnast upp á að komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins í þessum flokki.
Stöðuna í Ariðlinum má sjá hér: http://www.kki.is/mot/mot_1500002948.htm