Sigur á bikarmeisturum KR
Keflavík sigraði bikarmeistara KR í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í dag, 79:70. Eykst því enn munurinn á liðunum í deildinni.
Stigahæst Keflavíkurliðsins var Birna Valgarðsdóttir með 28 stig en henni næst kom Bryndís Guðmundsdóttir með 22 stig. Hjá gestunum í KR var Hildur Sigurðardóttir stigahæst með 17 stig og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15.
Keflavík er þar með komið í 28 stig, en KR með 20.
Staðan:
A-riðill
1. Haukar 34
2. Keflavík 28
3. KR 20
4. Hamar 18
B-riðill
1. Valur 20
2. Grindavík 14
3. Snæfell 10
4. Fjölnir 2
Birna sýndi sitt rétta andlit í dag.