Sigur á Hamar
Í kvöld áttust við í A-riðli Íslandsmótsins hjá Drengjaflokki (f.'90 og '91) lið Keflavíkur og Hamars frá Hveragerði. Gaman var að sjá eina hæstu leikmenn körfuboltans á Íslandi eigast við og ekki amalegt fyrir bæði lið að eiga svona trukka. Almar Stefán hjá Keflavík 207cm. á hæð á móti Ragnari Nathanelssyni 215cm. á hæð og árinu yngri. Fróðlegt verður að sjá þessa kappa eftir 2-3ár.
Keflavík byrjaði heldur betur og náði góðu forskoti um miðja annan leikhluta 32 - 18 en Hamarsmenn gáfust ekki upp og náðu að minnka forskotið fyrir hálfleik í fimm stig 39 - 34. Í þriðja leikhluta hélt barningurinn áfram og leiddu liðin til skiptis og stóð 63 - 59 eftir þann hluta. Líkt og í öðrum leikjum drengjaflokks í vetur fóru drengirnir loksins að leika vörn af áhuga í síðasta leikhlutanum og skildu þá leiðir fljótt og endaði leikurinn með sigri okkar 83 - 77 eftir að við höfðum mest náð 15 stiga forskoti.
Stigaskor okkar manna:
Almar Guðbrands.17, Sigurður Guðmunds. 3, Stefán Geirs 7, Barki Rúnars. 5, Guðmundur Gunnars. 14, Kristján Smárason 6, Atli Dagur Stefáns. 6 og Alfreð Elíasson 25
Gísli og Bjarni Reyr náðu ekki að skora í kvöld.
Eðvald, Hrói, Jeremy og Ármann léku ekki með í kvöld.
Vítanýting liðsins var 7/12 og settum við heila 10 þrista á grimma svæðisvörn Hamarsmanna.
STÓRLEIKUR
Stórleikur verður á morgun miðvikudag kl. 20:30 í Toyota-höllinni þegar Keflavík og Njarðvík mætast í 11.flokki (f.'92) í bikarkeppni KKÍ
Á fimmtudag kl. 20:00 tekur svo Drengjaflokkur á móti ÍR,í Toyota-höllinni í bikarkeppni KKÍ
Koma svo Keflavík !!