Sigur á Hamars-stúlkum!
Keflavíkur-stúlkur unnu sinn fjórða sigur í röð í kvöld gegn Hamar 72-53 , en stelpurnar sýndu ótrúlegan dugnað að sigra leikinn með jafn miklum mun og raun ber vitni, eftir að hafa verið undir mest allan leikinn. Stelpurnar settu í flug-gírinn í síðasta leikhluta og var varnarleikurinn það sterkur að Hamars-stúlkur höfðu engin svör nema að brjóta á Keflavíkur-stúlkum.
Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir stigahæst með 23 stig, en á eftir henni kom Birna Valgarðsdóttir með 15 stig.
Glæsilegur sigur í höfn og greinilegt að það er fljúgandi-stuð á karla- og kvennaliði Keflavíkur!
Áfram Keflavík!