Fréttir

Karfa: Karlar | 21. september 2011

Sigur á Haukamönnum í gær

Keflvíkingar voru sem svart og hvítt í gær þegar þeir mættu Haukum í Reykjanesmótinu, en leikurinn fór fram í Toyota Höllinni. Að lokum þurfti að framlengja leikinn og svo fór að Keflavík fór með sigur af hólmi 103-102.

Keflvíkingar voru mjög sterkir í fyrri hálfleik og höfðu leikinn í hendi sér. En í seinni hálfleik virtist skella á svartnætti, því ekkert gekk hjá Keflavík. Haukamenn voru duglegir að saxa á forskotið og svo fór að lokamínúturnar voru æsispennandi. Lokahnykkinn átti Magnús Þór Gunnarsson, en hann setti niður 2 vítaskot í framlengingunni þegar 9 sekúndur voru eftir og kom leiknum í 103-99. Haukamenn áttu svo ævintýralega þriggja stiga körfu á lokasekúndunum, en lengra komust þeir ekki.