Sigur á Haukum
Unglingaflokkur karla (f. 88-89) heimsóttu Hauka að Ásvöllum s.l. laugardag 22.11.. Leikurinn var nokkuð jafn þar til um miðjan annan leikhluta. Þá náðu Keflavíkurdrengir góðri rispu án þess að Haukar næðu að svara og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 45 - 57. Í seinni hálfleik var ákveðið að taka til hendinni í vörninni og gekk það eftir að leikurinn snarbreyttist og náðum við þægilegu forskoti í þriðja leikhluta og leiddum að honum loknum 56 - 88. Fjórði leikhlutin hélst svo nokkuð jafn og endaði leikurinn með sigri okkar unglinga 76 - 109.
Stigaskor okkar drengja:
Almar Stefán 2, Guðmundur Auðun 15, Jóhann Finnsson 8, Eyþór Péturs. 2, Axel Margeirs. 14, Hörður Vilhjálms. 18, Bjarni Rúnars. 5, Elvar Sigurjóns. 14, Alfreð Elíasson 4 og Sigurður þorsteinson 27.
Garðar Arnarson, Páll Halldór og Þröstur Leó léku ekki vegna meiðsla
Vítanýting liðsins 19/31
Þriggjast.nýting 6/17