Sigur á Haukum í lokaleiknum
Keflavík náði fimmta sætinu í Reykjanesmótinu en liðið vann sigur á Haukum eftir jafnan og spennandi leik. Haukar leiddu rétt áður en hálfleiksflautan gall en góður kafli hjá Keflavík í þriðja leikhluta skildi liðin að og Keflavík vann 95-83.
Lokastaðan:
1. Grindavík
2. Stjarnan
3. Breiðablik
4. Njarðvík
5. Keflavík
6. Haukar
7. Reynir Sandgerði