Sigur á Njarðvík Húsasmiðjamótinu
Keflavík sigraði í kvöld Njarðvík í öðrum leik sínum í Húsasmiðjumótinu, 86-92. Leikurinn var í járnum mest allan leikinn en staðan í hálfleik var 43-42 fyrir Njarðvík. Góður sprettur í lok 3. leikhluta gerði útslagið í leiknum og setti Þröstur niður þrist undir lok leikhlutans.
Thomas átti góðan leik og sérstaklega var hann sprækur í fyrri hálfleik en hann lauk leiknum með 22 stig og var með 10+ fráköst. Arnar Freyr og Magnús Gunnarsson virkuðu einnig sprækir og Þröstur átti góðar mínutur og setti niður mikilvæg skot.
Njarðvíkingar eru með sterkt lið og verða öflugir í vetur. Logi Gunnarsson lék með liðinu en hann er samingslaus þessa stundina.
Stigahæstu menn voru; Thomas 22 stig, Maggi, 19, Arnar 16, Gunni 11 og Jermain með 7 stig. Jonni hvíldi í leiknum í gær og Sverrir er staddur erlendis.
Keflavík sigraði alla þrjá leiki sína í mótinu, Hauka með 10 stigum og Þórsara með 15 stigum.
Mynd vf.is