Sigur á Tindstælingum
Drengjaflokki (f.'90 og 91) tókst markmið sitt í dag með því að sigra Tíndastólsdrengi. Það var sem norðandrengir áttuðu sig ekki á því að leikurinn væri hafinn, því Keflavíkurdrengir komust í 17-0 eftir 6 mínútna leik. Þá vöknuðu þeir loks og endaði fyrsti leikhluti 21-10. Næstu tveir leikhlutar voru nánast eins, þar sem við náðum um 18 stiga forskoti en misstum það niður í 10 stig fyrir lok bæði annars og þriðja leikhluta. Staðan í hálfleik var 42-32 og eftir þrjá leikhluta stóð 63-53. Í síðasta fjórðungnum jukum við enn forystuna og þá án þess að norðandrengir næðu að draga okkur að landi aftur og endaði leikurinn með sigri Keflavíkurdrengja 88-69.
Stigaskor:
Bjarki Rúnarsson 3, Almar Stefán 20 (7/9 í vítum), Andir Daníelsson 1, Sigurður Guðmundsson 4, Andri þór Skúlason 9, Gísli Steinar 2, Guðmundur Auðun 18 (4/6 í vítum), Kristján Smárason 2, Sævar Eyjólfsson 1, og Alfreð Elíasson 28 ( 8/9 í vítum)
Bjarni Reyr skoraði ekki í kvöld. Fórnaði stigunum 2 fyrir stoðsendingu. Eigingirnin ekki að fara með drenginn.
Vítanýting liðsins var sú besta í vetur en liðið tók 28 víti og nýtti 21 sem gerir 75% nýtingu.
þessiu sigur á Tindastól gerir kepnni A-riðils í drengjaflokki meiraa spennandi þar sem 6 lið eiga enn möguleika á að komast í úrslit fjögurra efstu liðana..
Hér má sjá stöðu A-riðils í drengjaflokki: http://www.kki.is/mot/mot_1500002948.htm
Áfram Keflavík