Sigur á Val
Unglingaflokkur karla (f.'88 og '89) heimsóttu Valsmenn í gærkveldi. Það grípur okkur Keflvíkinga nú bara öfund að koma í þetta slot og sjá þá aðstöðu sem Valsmenn búa við. Svona flott aðstaða sést ekki hjá mörgum félögum þótt víða væri leitað. .........En að leiknum.
Valsmenn byrjuðu betur og náðu um 10 stiga forystu í fyrsta leikhluta sem við náðum þó að brúa og komast yfir fyrir lok leikhlutans í 23-30. Ákváðu drengir þá að bíta í skjaldarrendur og leika vörn af hvílíkum krafti, að ekki skyldu Valsmenn ná 40 stigum í fyrri hálfleik. Það tókst, því staðan var 34-48 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo okkar eign. Eftir þrjá hluta var munurinn kominn í 30 stig eða 45-75. Lokastaðan 64-106 þar sem allir leikmenn Keflavíkur náðu að skora og alls 9 leikmenn settu þrist í leiknum.
Stigaskor:
Garðar Arnarson 9, Almar Stefán 7, Hörður Axel 19, Jói Finns. 5, Eyþór Péturs.11, Axel Margeirs. 5, Guðmundur Auðun, 12, Bjarni Rúnars. 6, Alfreð Elíasson 3, Elvar Sigurjóns. 4, Páll Halldór 8 og Sigurður Þ. 17.
Vítanýtingin var 8/15 og þristarnir urðu 12 stykki talin.
Stigahæstur Valsmanna var hinn ungi ( f.'91) Þorgrímur Bjarnason en hann setti 33 stig inni í teig á okkar risa. Það háði Valsdrengjum verulega að aðeins þrír leikmenn höfðu sett stig þegar fimm mínutur lifðu leiks.
Næsti lekur drengjanna er á n.k. laugardag í bikarúrslitum, sem fara fram hér í Keflavík þetta árið.
Áfram Keflavík