Fréttir

Körfubolti | 7. nóvember 2007

Sigur að Hlíðarenda

Unglingaflokkur drengja sótti Valsmenn heim að Hlíðarenda síðastliðin mánudag. Segja má að drengirnir okkar hafi mætt þar mótspyrnu sem þeir höfðu alls ekki búist við. Eitthvað voru guðirnir að stríða drengjunum í byrjun leiks, því að rúmlega þrjátíu mínútna töf varð á leiknum vegna þess að klukkan vildi ekki taka þátt. Eftir erfiða byrjun hrukku drengirnir í gang og þar fóru þeir Sigfús, Siggi og Páll fyrir hópnum. Að lokum stóðu okkar menn upp sem sigurvegarar. Óskum við þeim til hamingju með mikilvægan sigur.

 

Valur 74 – Keflavík 88

  

Sigfús 21 stig 2/1 víti 2. 3-stiga  Sigurður 14 stig 1/1 víti. Páll 13 stig  2. 3-stiga. Elvar 8 stig 3/0 víti. Axel 7 stig 1/1 viti. Magni 7 2/1 víti. Jóhann 6 stig  2. 3-stiga. Guðmundur 5 stig 1. 3-stiga. Róbert 5 stig 1. 3-stiga. Almar 2 stig 2/2 víti.

 

Jón G.