Fréttir

Karfa: Karlar | 11. nóvember 2010

Sigur gegn Fjölni

Karlalið Keflavíkur og Fjölnir áttust við í kvöld, en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en Keflvíkingar alltaf skrefi á undan. Smám saman náðu Fjölnismenn að komast að hælum þeirra og komust yfir þegar um 3 mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Þeir leiddu 32-27 í lok leikhlutans. Í öðrum leikhluta var nokkuð jafnræði með liðunum, en Fjölnismenn voru þó beittari undir lok leikhlutans og leiddu í hálfleik 49-45. Í 3. leikhluta voru Keflvíkingar um 5 mínútur að setja maskínuna í gang og náðu góðu 11 stiga forskoti á Fjölnismenn. Keflavík hélt síðan öruggri fjarlægð það sem eftir var af leiknum og lönduðu góðum sigri, 96-104.

Lazar Trifunovic fór á kostum hjá Keflavík og skoraði 36 stig og tók 8 fráköst.  Gunnar Einarsson skoraði 21 stig og Valentino Maxwell gerði 17. Hörður Axel skoraði 14 og tók 7 fráköst.

Hjá Fjölnir var Tómas Tómasson atkvæðamestur með 28 stig og Ben Stywall skoraði 24.

Með sigrinum skutust Keflvíkingar í 5. sætið, en þó eru nokkur lið sem eiga leik til góða.

 

Lazar Trifunovic skoraði 36 stig í kvöld