Fréttir

Körfubolti | 19. nóvember 2006

Sigur gegn Hamar/Selfoss 80-62. Tölfræði

Keflavík sigraði Hamar/Selfoss í tilfrifalitlum leik í Keflavík í kvöld, 81-63. Bæði lið voru lengi í gang i kvöld og stigaskorið lágt framan af leik.  Staðan eftir 1.leikhluta var 10-16 sem þykir ekki mikið á Sunnubrautinni. Keflavíkurliðið virkaði ákaflega þreytt og seinnir í gang eftir erfiðan Evrópuleik á föstudaginn.  2. leikhluti var þó skárri og Keflavik með þriggja stiga forustu, 38-35 í háfleik.

Greinileg þreytumerki var á liðinu í gær og spennufall eftir svekkjandi tap gegn Dnipro í Evrópukeppninni á föstudag.  Það tók liðin um 4. mín. að komast á blað og það voru gestirnir svo settu fyrstu stigin og komstu 6. stigum fljótlega. Thomas hinn danski var sprækastur heimamanna og var besti maður vallarins í gær en einnig var Friðrik Hreinsson sprækur hjá gestunum og setti niður 6 þriggja stiga körfur. Jonni var einnig góður í gær eins og reyndar í síðustu leikjum.  Tim Ellis sýndi lítið í gær og lék reyndar bara í 23. mín. í leiknum.  Þröstur og Elli áttu ágæta innkomur en Halldór Halldórs. er en frá vegna meiðsla. Gunnar Einarsson fann sig ágætlega en mætti ógna meira en hann gerði í gær.

Strákarnir kláru þó leikinn með góðum kalfla í byrjun seinni hálfleik og þurftu í raun ekki að leika neinn stórleik til þess.

 

Thomas var stigahæstur í kvöld með 21 stig og 9 fráköst. Tim var með 11 stig og Gunnar 9 stig.

Tölfræði leiksins. pdf