Fréttir

Karfa: Karlar | 29. október 2011

Sigur gegn Haukamönnum í gærkvöldi

Keflavík landaði sínum 3ja sigri í röð í gærkvöldi þegar Haukamenn komu í heimsókn, en leikið var í Toyota Höllinni í Iceland Express deild karla.

Leikurinn var nokkuð fjörugur til að byrja með og einkenndist af mikilli baráttu hjá báðum liðum. Það var ljóst að Haukamenn ætluðu ekki að gefa þennan leik áreynslulaust. En nokkuð jafnt var á stigaskori í fyrri hálfleik og náðu Haukamenn flautukörfu undir lok 1. leikhluta, en með þeirri körfu jöfnuðu þeir leikinn; 20-20. Þannig hélt leikurinn áfram út í 2. leikhluta og staðan í hálfleik 42-39 fyrir Keflavík.

Í seinni hálfleik voru Keflvíkingar búnir að fá nokkur vel valin orð frá Sigurði í búningsklefanum, en þeir komu mjög sterkir til leiks og sigu fram úr hægt og bítandi. Á þessum tímapunktu var nokkuð ljóst í hvað stefndi, nema Haukamenn færu að gera einhverjar drastískar breytingar á leik sínum. Keflvíkingar héldu áfram að saxa niður og lönduðu sigri að lokum 85-76.

Stigaskor kvöldsins:

Keflavík: Charles Parker 24 stig (11 fráköst og 6 stoðsendingar), Steven Gerard 17 stig, Jarryd Cole 15 stig (12 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 12 stig (6 stoðsendingar), Valur Orri Valsson 5 stig, Almar Guðbrandsson 4 stig, Gunnar Stefánsson 3 stig, Ragnar Albertsson 2 stig, Sigurður Gunnarsson 2 stig, Andri Skúlason 1, Andri Daníelsson 0 stig og Hafliði Már Brynjarsson 0 stig.

 

Haukar: Jovanni Shuler 18 stig (16 fráköst), Christopher Smith 17 stig (8 fráköst), Örn Sigurðarson 15 stig, Sævar Ingi Haraldsson 10 stig (7 stoðsendingar), Haukur Óskarsson 6 stig, Davíð Páll Hermannsson 5 stig, Óskar Ingi Magnússon 4 stig, Helgi Björn Einarsson 1 stig, Emil Barja 0 stig (5 stoðsendingar), Guðmundur Kári Sævarsson 0 stig, Steinar Aronsson 0 stig og Ágúst Hilmar Dearborn 0 stig.

 

 

Parker stóð sig vel í gær (mynd: vf.is)