Sigur gegn Haukum
Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í kvöld þegar þeir tóku á móti Haukum í Toyota Höllinni. Leikurinn var nokkuð öruggur og lokatölur 101-88.
Leikurinn var nokkuð jafn framan af og var það ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem að Keflvíkingar settu aðeins í brýrnar og leiddu 45-32 í hálfleik. Þeir héldu svo Haukamönnum í öruggri fjarlægð í seinni hálfleik og lönduðu góðum sigri 101-88.
Stórleikur í næsta heimaleik gegn Njarðvík þann 22. nóvember næstkomandi. Eins gott fyrir stuðningsmenn að setja þennan á dagatalið og redda pössun fyrir börnin.
Í kvöld var Gunnar Einarsson stigahæstur með 21 stig. Hörður Axel gerði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar. Lazar Trifunovic skoraði 19 stig og tók 13 fráköst. Valentino Maxwell skoraði 16 stig og Sigurður Þorsteinsson 14 og tók 10 fráköst.
Hjá Haukum var Gerald Robinson með flottan leik og skoraði 28 stig og tók 18 fráköst. Semaj Inge skoraði 17 stig.
Með sigrinum tókst Keflvíkingum að mjaka sér í 4. sætið með 8 stig. En þó eiga nokkur lið leik til góða.
Gunnar Einarsson skoraði 21 stig í kvöld.