Fréttir

Karfa: Karlar | 22. nóvember 2010

Sigur gegn Njarðvík

Keflvíkingar lögðu granna sína í Njarðvík í kvöld í nokkuð spennandi leik, en lokamínútur leiksins voru mjög svo taugatrekkjandi. Svo fór að Keflvíkingar lönduðu góðum sigri 78-72.

Það verður seint sagt að þessi leikur hafi verið augnayndi, en bæði lið voru langt frá sínu besta í kvöld. Keflvíkingar komu sterkari til leiks og voru ávallt skrefi á undan í fyrri hluta hálfleiks, en smám saman komu Njarðvíkingar til baka og staðan í hálfleik var 37-34. Í seinni hálfleik leiddu Keflvíkingar allt þar til nokkrar mínútur voru liðnar af 4. leikhluta, en þá hrukku Njarðvíkingar skyndilega í gang. Það fór eflaust um marga Keflvíkinga á þessari stundu, en þeir komu sterkir til baka og lönduðu góðum sigri 78-72.

Hjá Keflavík var Lazar Trifunovic með 27 stig og 15 fráköst. Valentino Maxwell skoraði 16 stig og Sigurður Þorsteinsson skoraði 12 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Njarðvík var Christopher Smith með 15 stig og 10 fráköst. Á eftir honum kom Guðmundur Jónsson með 14 stig.