Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 8. febrúar 2009

Sigur hjá 11.flokk drengja

11.flokkur drengja (f.'92) léku laugardaginn 7.feb. loka leikinn í þriðju umferð Íslandsmótsins sem fram fór í Njarðvík helgina 24.-25.janúar s.l. En þá helgi komust KFÍ drengir ekki frá Ísafirði til að spila en komu þessa helgi til að klára sína leiki.  Leikurinn var úrslitaleikur um það hvort liðið myndi halda sér uppi í A-riðli. Töluverður munur er á milli þriggja betri liðanna í A-riðlinum og KFÍ og Keflavíkur.
Það er skemmst frá að segja að KFÍ drengir leiddu allan leikinn með þetta 1-8 stigum þar til í lok þriðja leikhluta, en þá jöfnuðu Keflavíkurdrengir stöðuna í 51-51. Loka leikhlutinn var svo eign okkar drengja en hann unnu þeir 18 - 6 og lokatölur því 69 - 57 og við að öllum líkindum uppi í A-riðli. Þegar þetta er skrifað eru úrslit annarra leikja KFÍ drengja í riðlinum ekki ljós.
En gott hjá drengjunum að klára þennan leik og nú er bara að bíða og sjá hvort sæti okkar meðal þeirra bestu sé tryggt.

Stigaskor okkar drengja:
Eðvald Ómarsson 12, Gísli St. Sverrisson, 13, Sigurður Guðmundsson 3, Andri Daníelsson 12, Sævar Eyjólfsson 14 og Andri Þór Skúlason 15.
Bjarki Valdimarsson, Kristján Smárason, Guðni Friðrik Oddsson og Ragnar G. Albertsson, náðu ekki að skora í þessum leik.
Vítanýtingin var 12/25 sem gerir heil 48%.

Dómarar voru Ísak Ernir og Unnar Sig. og áttu þeir einstaklega góðan dag.

Áfram Keflavík