Sigur hjá drengjaflokki.
Síðastliðinn laugardag lék drengjaflokkur í körfubolta á móti Þór frá Akureyri. Leikurinn fór fram í Heiðarskóla. Keflavík sigraði leikinn 72-69. Myndin sem er hér fyrir neðan var tekin af strákunum rétt fyrir leikinn. Einar Einarsson er þjálfari strákanna.
Næsti leikur þeirra er á móti Ármanni í Reykjavík á morgun.