Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 21. október 2010

Sigur hjá drengjaflokki á móti Breiðblik.

Breiðablik vs Keflavík 70- 89.

Síðastliðinn þriðjudag fór drengjaflokkur í Smárann í Kópavogi og kepptu þar við Breiðablik.

Leikurinn á þriðjudaginn var skemmtilegur þar sem ekkert var gefið eftir.  Mikil barátta í mönnum um lausa bolta.  Skotnýting var mjög góð í Keflavíkurliðinu ásamt því að vítahittni var 10/8 eða 80% sem er mjög gott.  Athyglisvert í þessum leik að Breiðablik fékk 29 víti en Keflavík 10.  Strákarnir létu finna fyrir sér.  Sævar, Hafliði og Siggi Viggi stóðu sig mjög vel og allir sem spiluðu unnu fyrir liðið.  Ekki mál gleyma flottri innkomu hjá Ragnari Gerald en hann setti 11 stig í fyrri hálfleik og spilaði hörkuvörn á aðalskorarann hjá Breiðabliki.

Leikur var jafn að mestu leiti en Keflavík yfirleitt skrefinu á undan.  Munurinn var á köflum yfir 10 sig en þegar þrjár mínútur voru eftir fór munurinn í 6 sex en þá gáfust Blikar upp og okkar strákar hrúguðu inn stigum á Blika og 19 stiga sigur varð raunin.

Stigaskor 

Sævar Bón 24 stig

Hafliði 19 stig

Ragnar Gerald 14 stig

Sigurður Vignir 12 stig

Kristján 9 stig

 

Strákarnir í drengjaflokki hafa nú spilað fjóra leiki og unnið þá alla.  Næstu leikir hjá þeim eru útileikur við Tindastól þann 6. nóv. en þriðjudaginn 9. nóv. verður stórleikur í Toyota höllinn er grannar okkur úr Njarðvík koma í heimsókn.  Leikurinn hefst kl. 19:30.