Sigur hjá Drengjaflokki í kvöld
Drengjaflokkur lék í kvöld gegn liði Fjölnis og sigraði í leik þar sem við leiddum allan leikinn. Eftir slakan leik síðastliðinn þriðjudag á móti Breiðablik, þar sem drengirnir töpuðu í geysilega spennandi leik, mættu okkar menn klárir slaginn í kvöld, ákveðnir í að fara ekki að tapa tveimur leikjum í röð. Keflavíkur-drengir hófu leikinn með miklum látum og náðu þægilegu forskoti með hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru sem endaðu með auðveldum sniðskotum. Fjölnismenn gáfust þó aldrei upp og voru ávallt við það að jafna leikinn, en okkur tókst að halda forskotinu og sigra að lokum 91 - 83
Stigaskor okkar drengja í kvöld var:
Ingimundur FEI, Stefán G. 0, Þröstur 28, Júlíus 1, Björn G. 0, Sigfús Á. 29, Gummi G. 18, Bjarni 0, Valdimar FEI, Alfreð 10, Gummi S. FEI og Almar 4
Ath. Stigaskor leikmanna okkar passar ekki við úrslit leiksins þar sem rétt úrslit, eftir smá leiðéttingar á skýrslu, ættu að vera 90 - 85
Áfram Keflavík