Sigur hjá ungl.fl.karla
Í gær föstudag 10.okt. fór fram fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá unglingaflokki karla ( f. '88 - 89 ) Drengirnir heimsóttu KR í vesturbæinn og lönduðu frekar léttum sigri þar sem allr 12 leikmenn okkar liðs náðu að skora. Leikurinn bryjaði í jafnvægi þar sem okkar menn ætluðu sér að skora 4 - 6 stig í hverri sókn og töluvert var um fljótfærnimistök í leik okkar manna. En í stöðunni 14 -14 skoruðu okkar menn 36 stig í röð og staðan skyndilega orðin 14 - 50 okkur í vil. Má segja að leikurinn hafi klárast heldur fljótt. Staðan í hálfleik var 23 - 63 eða 40 stiga munur. Í seinni hálfleik voru þeir leikmenn sem leika með M.flokki karla hvíldir vegna leiks í meistarakeppninni sem fram fer á morgun sunnudag hér í Keflavík. Leiknum lauk síðan með skigri okkar manna 71 - 107. Forysta hálfleiksins hélst út allan leikinn þrátt fyrir að allt byrjunarlið okkar hafi ekki spilað neitt í seinni hálfleik. Góð frammistaða það, því oft er erfitt að halda haus og spila agað í svona stöðu.
Stigaskor okkar manna:
Garðar 8, Hörður 16, Þröstur 9, Jóhann F. 4, Eyþór 3, Axel 1 ( Axel meiddist á ökkla á 8mín. leiks og lék ekki meira ) Guðmundur 8, Bjarni 7, Alfreð 6, Elvar 14, Páll 11 og Sigurður 20
Allir að mæta á morgun í Toyota höllina á leikina í Meirstakeppninni. Öll innkoma af báðum leikjunum rennur óskipt til BUGL frá Körfuknattleikssambandinu.
Áfram Keflavík